Fá ráðstefnugesti til Reykjavíkur

Frá viðburði Meet in Reykjavík í Hörpu.
Frá viðburði Meet in Reykjavík í Hörpu. mynd/Meet in Reykjavík

Fyrirtækið Meet in Reykjavík hefur stofnað formlegan félagsskap sem nefnist Meet in Reykjavík Ambassador Club. Erindrekum félagins er falið að kynna Reykjavík og nágrenni sem ráðstefnu-, funda-, hvataferða- og viðburðaborg.

Er þetta gert til að koma til móts við sístækkandi hóp Íslendinga sem hefur áhuga og getu til að sækja alþjóðlegar ráðstefnur eða viðburði til Íslands, en skortir til þess stuðning og markaðsefni.

Alls hafa yfir áttatíu manns skráð sig í Meet in Reykjavík Ambassador Club eftir viðburð sem haldinn var þann 25. september í Hörpu. Hann var sóttur af 120 Íslendingum, sem allir státa af góðum alþjóðlegum tengslum og eru í aðstöðu til að kynna Ísland fyrir erlendum tengiliðum sínum. Er þessi mikli áhugi til vitnis um þörfina fyrir þess háttar félagsskap og sérhæfðri þjónustu að sögn forsvarsmanna Meet in Reykjavík.

Skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið

Ávinningur þeirra sem starfa innan Meet in Reykjavík Ambassador Club  er aðallega faglegur og samfélagslegur en ótvíræður þjóðhagslegur ávinningur er einnig af störfum þeirra og erlendis hafa sambærilegir erindrekar skapað samfélagi sínu verðmæti fyrir tugi milljóna króna.

Innan félagsskaparins eru einnig sérlegir heiðurssendiherrar sem hljóta þá nafnbót eftir að hafa landað stærri ráðstefnum eða viðburðum til landsins. Í dag eru heiðurssendiherrar; Árni Þórðarson sérfræðingur í tannréttingum, Solveig Hulda Jónsdóttir sérfræðingur í tannréttingum, Gunnar Örn Harðarson lögmaður, Arnar Ólafsson hjá Fimleikasambandi Íslands og Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands.

Erindrekunum er falið að kynna Reykjavík sem ráðstefnu- og fundaborg.
Erindrekunum er falið að kynna Reykjavík sem ráðstefnu- og fundaborg. mynd/Meet in Reykjavík
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands á viðburði Meet in Reykjavík.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands á viðburði Meet in Reykjavík. mynd/Meet in Reykjavík
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK