Vanskil minnkuðu á árinu 2014

mbl.is/Sigurður Bogi

Í lok árs 2014 voru 5,49% þeirra heimila sem eru með fasteignalán sín hjá Íbúðalánasjóði með lán sín í vanskilum. Sambærilegt hlutfall í lok desember 2013 var 7,23% og hefur því heimilum í vanskilum fækkað um 24% á árinu. Þess má geta að sambærileg vanskilahlutföll lána til heimila hafa lægst farið rétt niður undir 2% á besta tíma í hagsveiflunni sé litið til síðustu 20 ára. Heildarfjárhæð vanskila nemur 8,17 milljörðum króna.

Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Íbúðarlánasjóðs.

Af þeim 46.700 heimilum sem eru með fasteignalán sín hjá Íbúðalánasjóði í lok árs 2014 voru 2.563 heimili í vanskilum og er það fækkun um 980 heimili á árinu.

Yfir 95% af íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs eru í útleigu eða í söluferli en Íbúðalánasjóður seldi 1.066 eignir á árinu 2014 á móti 311 eignum árið áður. Íbúðalánasjóður átti 1.891 eign í lok desember 2014 en af þeim voru 924 eignir í sölumeðferð og 875 eignir í útleigu. Sala eigna gekk vel á árinu að því er fram kemur í skýrslu sjóðsins og verður áhersla áfram lögð á fækkun eigna í eigu sjóðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK