Frostavetur að baki

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, á ársfundi fyrirtækisins í dag.
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, á ársfundi fyrirtækisins í dag. mbl.is/Eggert

„Orkuveitan er að koma undan löngum frostavetri. Nokkurra ára vetri,“ sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, á ársfundi fyrirtækisins í dag.

Bjarni fór stuttlega yfir ársreikning OR og þann árangur sem náðst hefur á liðnum árum. „Mér finnst ársreikningar leiðinleg lesning. Ég ætla því að staldra stutt við,“ sagði Bjarni léttur áður en hann benti á að hagnaður ársins hefði alls numið 8,8 milljörðum króna á árinu.

Hann benti á að Planið svokallaða hefði skilað Orkuveitunni alls 49,6 millj­örðum króna í lok árs 2014 en það er umfram áætlanir og um 97% þeirrar heild­ar­fjár­hæðar sem Plan­inu var ætlað að skila frá vori 2011 til árs­loka 2016. Útlit er því fyrir að það takist að ljúka Planinu um einu ári fyrr. Bjarni sagði að gjaldskrárhækkanir hefðu skilað um 15% þeirrar fjárhæðar en bætti þó við að 9% varanleg lækkun rekstrarkostnaðar væri mikilvægasti þátturinn að sínu mati.

Hann benti á að starfsmönnum hefði fækkað um 200 frá árinu 2009 og að tekist hefði að byggja reksturinn þannig upp að ekki þyrfti til fleiri starfsmenn.

Kvenstjórnendum fjölgað

Þá hefur verið hugað að jafnréttismálum en frá árinu 2009 hefur kvenstjórnendur fjölgað úr 20% í 42,9%. Bjarni sagði þetta vera mjög jákvæða þróun þar sem blandaði vinnustaðir væru ákjósanlegri. Ákvarðanir væru teknar við fundarborðið í stað þess að vera teknar utan funda, klíkuskapur væri minni og umræður meiri. „Þetta er góður sjálfhreinsibúnaður fyrir fyrirtæki,“ sagði hann.

Þá fjallaði hann um árangur í umhverfismálum en lofthreinsistöðin sem sett var upp við Hellisheiðavirkjun hreinsar nú um 25% til 30% af þeim brennistein sem frá virkjuninni kemur. Ákveðið hefur verið að tvöfalda afköstin þannig að hreinsigetan verður um 50% til 60%.

Ársfundur Orkuveitu var haldinn í Gamla bíó.
Ársfundur Orkuveitu var haldinn í Gamla bíó. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK