Ráða 30 manns í vinnu

Hópmynd af starfsmönnum Alvogen og Alvotech
Hópmynd af starfsmönnum Alvogen og Alvotech

Lyfjafyrirtækin Alvogen og Alvotech hafa ráðið 30 háskólamenntaða raunvísindamenn til starfa það sem af er ári.  Þetta kemur fram í fréttatilkynningu en alls hafa 80 starfsmenn verið ráðnir frá árinu 2010 þegar starfsemi Alvogen hófst á Íslandi.

Um er að ræða störf á hátækisetri systurfyrirtækjanna sem rís innan Vísindagarða Háskóla Íslands. Búist er við að ráðnir verði að minnsta kosti 20 raunvísindamenn til viðbótar á árinu 2015. 

Í fréttatilkynningu frá Alvogen er haft eftir Róberti Wessman, forstjóra Alvogen, að þeir 80 starfsmenn sem hafa verið ráðnir til starfa á Íslandi séu hluti af 2.300 starfsmannateymi samstæðunnar í 35 löndum. 

Í nóvember 2013 hófust framkvæmdir við nýtt hátæknisetur sem verður um 13 þúsund fermetrar að stærð. Innan setursins verður unnið að þróun og framleiðslu líftæknilyfja og áætlað er að húsið verði tekið í notkun í ársbyrjun 2016. Systurfyrirtækin Alvogen og Alvotech verða bæði með aðstöðu í Hátæknisetrinu. Sex líftæknilyf eru nú í þróun hjá Alvotech í samvinnu við erlenda samstarfsaðila og fyrstu lyf fyrirtækisins eru væntanleg á markað frá árinu 2018 þegar einkaleyfi þeirra renna út.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK