Amazon ætlar að borga hærri skatta

Jeff Bezos, forstjóri Amazon.
Jeff Bezos, forstjóri Amazon. AFP

Netrisinn Amazon ætlar að borga meiri skatta og hefur breytt uppbyggingu fyrirtækisins til þess að gera það. 

Fyrirtækið hefur legið undir gagnrýni fyrir að gefa allar evrópskar sölutekjur upp í Lúxemborg - þar sem Amazon er með dótturfélag sem hefur fengið vænan skattaafslátt.

Nú hefur Amazon hins vegar stofnað dótturfélög í Bretlandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu og verða tekjur af netsölu í þeim löndum gefnar þar upp. Fyrirkomulagið mun óneitanlega leiða til hærri skattgreiðslna. Fyrirhugað er að stofna annað dótturfélag í Frakklandi.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þetta hafi verið gert frá 1. maí sl.

Á síðustu árum hefur Evrópusambandið skoðað skattaskil fjölmargra stórfyrirtækja sem hafa ýmist gert samkomulag við yfirvöld í Írlandi, Lúxemborg og Hollandi um skattaafslátt. 

Á síðasta ári hóf Framkvæmdastjórn ESB einmitt rannsókn á skattskilum Amazon í Lúxemborg. 

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK