Kjúklingur óvart sagður búinn

Viðskiptavinir voru vonsviknir þegar þeir mættu þessu skilti.
Viðskiptavinir voru vonsviknir þegar þeir mættu þessu skilti. Mynd/Hildur Hjörvar

„Þetta skilti fór upp á undan áætlun. Kjúklingastaðan er þrælgóð en við ákváðum að vera tilbúin til þess að verða ekki gripin með allt niður um okkur ef allt færi á versta veg,“ segir Emil Helgi Lárusson, eigandi og framkvæmdastjóri Serrano.

Einhverjir viðskiptavinir Serrano á N1 við Hringbraut supu hveljur í dag þegar við þeim blasti skilti sem sagði að kjúklinga burrito væri á leiðinni í verkfall. Þar var bent á aðra valkosti, s.s. lamba burrito og grænmetis burrito.

Emil segir að starfsmenn Serrano hafi strax farið að finna aðrar lausnir þegar ljóst var í hvað stefndi. Hann segir að rykið hafi meðal annars verið dustað af uppskriftinni af lamba burrito sem áður hefur einungis verið í boði á páskunum.

Skiltið hefur því beðið inni á lager síðan og átti ekki að fara strax fram. 

Fengu sex vikna lager

Hann segir að Serrano hafi staðið ágætlega í verkfallinu. „Við töluðum strax við okkar birgja og báðum þá um að framleiða fyrir okkur sex vikna lager. Við töldum okkur vera alveg örugg með það en síðan hefur þetta dregist svakalega á langinn,“ segir hann.

Í samtali við mbl.is á laugardag sagði Sveinn Vil­berg Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Mat­fugls, að líklega væri von á fersku fuglakjöti á markað í dag. Dýra­lækn­ar inn­an Dýra­lækna­fé­lags Íslands samþykktu á fimmtu­dag að bænd­um yrði út­hlutað ákveðnum slát­ur­drög­um og að sláturaf­urðir færu á markað.

Hingað til hafa svína- og kjúk­linga­bænd­ur þurft að setja sláturaf­urðir í frysti þegar þeir hafa fengið und­anþágur til slátr­un­ar, þrátt fyrir að töluvert magn af kjöti hafi ratað á markað.

Verk­fall fé­lags­manna BHM í Dýra­lækna­fé­lagi Íslands hófst hinn 20. apríl sl.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK