easyJet bætir við flugleið til Íslands

easyJet hefur flug til Stansted flugvallar næsta vetur.
easyJet hefur flug til Stansted flugvallar næsta vetur. AFP

Breska lággjaldaflugfélagið easyJet mun bæta við flugleið frá Íslandi til Bretlands næsta vetur og fljúga til Stensted flugvallar við London tvisvar í viku. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að um 13 þúsund farþegar muni nýta sér þessa nýju flugleið árlega. 

Í frétt Túrista kemur fram að samkvæmt tilkynningu frá flugfélaginu verði ódýrustu fargjöldin til Stansted frá Keflavík á um 7.500 krónur en farþegar borga aukalega fyrir innritaðan farangur.

Útlit er nú fyrir að allt að 56 ferðir í viku verði farnar frá Keflavík til Lundúna næsta vetur en þá mun British Airways einnig hefja Íslandsflug á ný eftir nokkurra ára hlé.

Líkt og mbl greindi frá í gær var oftast flogið til London frá Keflavíkurflugvelli í júní en Lundúnarferðirnar voru alls 8,4% allra brottfara.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK