Verðið í Disney ræðst af þjóðerni

AFP

Miðaverð í Disneygarðinn í París er mismunandi eftir því hvort viðskiptavinir séu t.d. þýskir, franskir eða breskir. Þeir frönsku fá alltaf bestu tilboðin.

Eftirlitsaðilar á vegum Evrópusambandsins hafa hafið athugun á garðinum eftir ábendingar um efnið. Í samtali við CNN Money segir talskona Disney að miðaverðinu sé stýrt eftir eftirspurn og fari því eftir frídögum í hverju landi fyrir sig. Það skýri verðmuninn, t.d. sé dýrara fyrir írska fjölskyldu að fara í garðinn í kringum St. Patricks Day en frönsk fjölskylda þarf að greiða meira á öðrum tíma.

Hins vegar geta þeir sem panta í gegnum miðasöluna í París nálgast öll tilboð - sama fyrir hverja þau eru ætluð.

Á heimasíðu Financial Times, sem greindi fyrst frá málinu, kemur fram að Bretar hafi t.d. þurft að greiða 15% hærra miðaverð en Frakkar og Þjóðverjar enn hærra.

Lúxuspakki (e. premium package) kostaði 1.346 evrur fyrir Frakka, 1.870 evrur fyrir Breta og 2.447 evrur fyrir Þjóðverja.

ESB-samningurinn bannar mismunun sem þessa sem brýtur gegn fjórfrelsinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka