Úr spilavítinu í súpueldhús

Valencia Terrell kemur ásamt barnabarni sínu á heimili vinar síns …
Valencia Terrell kemur ásamt barnabarni sínu á heimili vinar síns í Atlantic City. Þar hefur hún fengið húsaskjól. En aðeins um hríð. AFP

 Valencia Terrell er amma. Hún er heimilislaus. Hún dvelur tímabundið á heimili vinar síns í Atlantic City í New Jersey. Terrell vann í spilavíti árum saman en allt breyttist er fellibylurinn Sandy eyðilagði hús hennar og hún varð að hætta að vinna til að sjá um fjölskyldumeðlimi sem voru í vanda.

Nú þarf hún að reiða sig á matargjafir og fer með fjölskylduna í súpueldhús reglulega.

Efahagsástandið í Atlantic City hafði versnað smátt og smátt í mörg ár þar til stóri skellurinn kom árið 2014. Þá var fjórum stærstu spilavítum borgarinnar lokað og um 8.000 manns misstu vinnuna. Atvinnuleysið mælist 11% sem er helmingi meira en landsmeðaltal. Nú er svo komið að félagsleg aðstoð sem fólk hefur getað fengið er að verða af skornum skammti, fólk á ekki lengur rétt á bótum og margir þurfa að leita á náðir góðgerðarsamtaka. 

Samtökin Atlantic City Rescue Mission gefa um 700 máltíðir á hverjum degi og veita um 300 manns húsaskjól. Margar fjölskyldur, sem hafa í engin hús að venda, þurfa að reiða sig á þjónustu þeirra. Mörg önnur samtök reyna að hjálpa, gefa m.a. brauð og aðrar matvörur. Ásóknin hefur margfaldast frá því að spilavítin lokuðu.

Hvergi í Bandaríkjunum eru fleiri heimili í uppboðsferli en í Atlantic-sýslu eða 1 af hverjum 113. 

Hjálparsamtök útdeila matvælum í New Jersey til fólks sem nær …
Hjálparsamtök útdeila matvælum í New Jersey til fólks sem nær ekki endum saman. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK