Samkeppniseftirlitið heimilar samrunann

Ekki eru forsendur til íhlutunar vegna yfirtöku Landsbankans á Sparisjóði Norðurlands að mati Samkeppniseftirlitsins.

Stofnunin vísar í rökstuðning í fyrri útlausnum þess efnis að tilvist sparisjóða geti falið í sér tækifæri til aukinnar samkeppni og að aukin samþjöppun á fjármálamarkaði gefi til kynna að samruninn hafi óheppileg áhrif á samkeppni á fjármálamarkaði. Ekkert bendi til þess að annað gildi um hann en hliðstæð fyrri mál.

Hins vegar sé í þessu máli byggt á því að sjónarmið um fyrirtæki á fallanda fæti eigi við. „Það leiði til þess að ógilding samruna myndi í raun leiða til sömu niðurstöðu. Það er mat Samkeppniseftirlitsins að samrunaaðilar hafi sýnt fram á að þessi sjónarmið eigi við í málinu.“

Bent er á að Sparisjóður Norðurlands uppfylli þannig ekki lagaskilyrði starfsleyfisskylds fjármálafyrirtækis og sé ómögulegt af eigin rammleik að uppfylla eiginfjárkröfur Fjármálaeftirlitsins. Þá sé útséð um tilraunir til þess að auka eigið fé sjóðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK