Kröfuhafar LBI samþykkja stöðugleikaframlag

Kröfuhafar gamla Landsbankans (LBI) samþykktu í dag ákvarðanir slitastjórnar um greiðslu stöðuleikaframlags. Ákvarðanir um ábyrgðarleysi og skaðleysi slitastjórnar, starfsmanna og ráðgjafa LBI voru einnig samþykktar.

Í frétt á vefsíðu slitastjórninnar kemur fram að LBI hf. hafi þegar innheimt rúmlega áttatíu prósent af áætluðum heildarendurheimtum, eða tæplega 1.335 milljarða króna af 1.663 milljörðum króna.

Miðað við stöðuna um mitt ár er áætlað að virði eigna LBI sé um 264 milljörðum króna hærra en sem nemur eftirstöðvum samþykktra forgangskrafna.

Skuldabréf Landsbankans hf. nema rúmlega 200 milljörðum króna, eða um sextíu prósent, af þeim tæplega 328 milljörðum króna sem eftir er að innheimta.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK