Meirihlutinn ber tolla

Um 64 prósent af öllum innfluttum fötum og skóm ber …
Um 64 prósent af öllum innfluttum fötum og skóm ber tolla. mbl.is/Styrmir Kári

Meirihluti af fatnaði og skóm ber tolla við flutning til landsins, eða sem nemur að meðaltali 64 prósent þeirra vöruflokka. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Samtaka verslunar og þjónustu um hlutfall þessara vöruflokka af heildarinnflutningi sem tolllagðir eru við komu til landsins.

Fyrirhugað afnám tolla tekur til fatnaðar sem framleiddur er utan Evrópusambandsins og þeirra ríkja sem Ísland hefur gert fríverslunarsamninga við.

Í tilkynningu benda Samtök verslunar og þjónustu á að í starfi þeirra hafi mikil áhersla verið lögð á afnám tolla til að bæta samkeppnisaðstöðu íslenskrar verslunar og um leið kjör heimilanna í landinu. Eins og fram hefur komið hyggjast stjórnvöld afnema tolla af fatnaði og skóm um næstu áramót og gert ráð fyrir því að afnám tollanna sé kjarabót sem nemur að jafnaði fjórtán þúsund krónum á ársgrundvelli fyrir hvert heimili í landinu. Margar verslanir hafa þegar lækkað verð á fatnaði og skóm sem nemur fyrirhuguðu tollaafnámi.

Í töflunni hér að neðan má sjá hlutfall þessara vöruflokka sem tolllagðir eru við innflutning, samanborið við tollfrjálsan innflutning á fatnaði og skóm.

Taflan sýnir innfluttning á fatnaði og skóm frá 1. janúar 2012 til 15. júní 2015. Upphæðir eru í þúsundum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK