Evrópskir markaðir hrökkva til baka

Miðlari í kauphöllinni í Þýskalandi fylgist með gangi mála.
Miðlari í kauphöllinni í Þýskalandi fylgist með gangi mála.

Evrópsk hlutabréf tóku að hækka á ný í morgun eftir að hafa lækkað nokkuð í vikunni sem er að líða. FTSE 100 vísitalan í London hækkaði um 1% í fyrstu viðskiptum dagsins, DAX 30 í Frankfurt fór upp um 1,2% og CAC 40 vísitalan í Frakklandi fór upp um 1,4%.

Eru hækkanirnar í andstöðu við þróun markaða í Asíu þar sem lækkun varð á öllum helstu vísitölum og fór Nikkei-vísitalan í Tókýó meðal annars niður um tæplega 5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK