Langtímaatvinnuleysi ekki minna frá 2008

Atvinnulausum hefur fækkað um 1.900 manns milli ára og hlutfallið sömuleiðis um 1,1 prósentustig. Atvinnuleysi mældist 3,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Atvinnulausar konur voru 2.300 og var atvinnuleysi á meðal kvenna 2,5 prósent. Atvinnulausir karlar voru 3.900 eða 3,8 prósent.

Atvinnuleysi var 3,1 prósent á höfuðborgarsvæðinu en 3,4 prósent utan þess.

Þeim sem hafa verið atvinnulausir til lengri tíma fækkaði verulega milli ára og voru alls 400 manns á fyrsta ársfjórðungi þessa árs sem höfðu verið atvinnulausir í tólf mánuði eða lengur samanborið við 1.500 manns á sama tíma í fyrra. 

Langtímaatvinnuleysi, sem hlutfall af heildar fjölda atvinnulausra var 6,2 prósent samanborið við 18,4 prósent á sama tíma fyrir ári. Hafa í raun ekki verið færri langtímaatvinnulausir síðan á fjórða ársfjórðungi 2008 þegar þeir voru um 200 manns.

Í frétt Hagstofunnar kemur fram að á fyrsta ársfjórðungi 2016 voru 190.400 manns á aldrinum 16 til 74 ára á vinnumarkaði. Af þeim voru 184.300 starfandi og 6.100 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 81,8 prósent, hlutfall starfandi mældist 79,2 prósent og atvinnuleysi var 3,2%.

Frá fyrsta ársfjórðungi 2015 fjölgaði starfandi fólki um 5.100 og hlutfallið jókst um 1,7 prósentustig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK