Sala Kletts styrkir afkomu ÍLS

Íbúðalánasjóður er óþarfa stofnun sem kostar skattgreiðendur mikið segir Viðskiptaráð.
Íbúðalánasjóður er óþarfa stofnun sem kostar skattgreiðendur mikið segir Viðskiptaráð. mbl.is/Golli

Matsfyrirtækið Moody‘s segir að sala Íbúðalánasjóðs á Leigufélaginu Kletti, dótturfélagi sínu, muni hafa jákvæð áhrif á sjóðinn og styrkja afkomu hans á næstu árum, þrátt fyrir að eignir leigufélagsins séu aðeins 1,1% af heildareignum Íbúðalánasjóðs.

Í fréttabréfinu Credit Outlook, sem Moody‘s sendir frá sér, segir að með sölu Kletts fækki fullnustueignum í eigu Íbúðalánasjóðs umtalsvert, fjárbinding minnki og rekstrarkostnaður dragist saman.

Leigu­fé­lagið Klett­ur ehf. var aug­lýst til sölu á al­menn­um markaði 25. fe­brú­ar 2016. Tilkynnt var um það í síðustu viku að Íbúðalánasjóður hefði tekið kauptilboði Almenna leigufélagsins eignarhaldssjóðs í Klett sem hljóðaði upp á rúmlega 10,1 milljarð króna.

Frétt mbl.is: Félagið selt á rúma 10 milljarða

Í fréttabréfi sínu greinir Moody‘s frá því að söluverðið sé rúmum 1,5 milljarði yfir bókfærðu virði félagsins hjá Íbúðalánasjóði sem jafngildi jákvæðum einskiptis áhrifum sem séu 2,4-föld afkoma sjóðsins af reglulegri starfsemi í fyrra.

Þá segir matsfyrirtækið frá því að á sama tíma og tilkynnt var um söluna á Kletti hafi Íbúðalánasjóður gert breytingar á skipulagi sínu sem geri honum kleift að einbeita sér að því að lána til kaupa á húsnæði þar sem lán fæst ekki hjá bönkum.

Búist er við að árlegur rekstrarkostnaður sjóðsins í kjölfar þessara breytinga muni lækka um 324 milljónir þegar aðgerðirnar verða að fullu komnar til framkvæmda árið 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK