Sekta seina farþega

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Farþegar á Gatwick flugvelli í London eiga það til að mæta skömmu fyrir brottför eftir tilkomu net- og sjálfsinnritunar. Flugfélögum hefur gengið illa að halda áætlun þar sem sömu farþegar lenda oft í löngum röðum í öryggisleit með tilheyrandi töfum. 

Flugfélagið easyJet sem flýgur til Íslands hefur meðal annars orðið fyrir þessu. Í frétt Túrista er greint frá því að stjórnendur félagsins hafi því ákveðið að allir farþegar easyJet þurfi að vera komnir að brottfararhliðinu að minnsta kosti hálftíma fyrir flugtak. 

Þeir sem eru of seinir verða að bíða eftir næsta flugi og borga 80 punda, eða 15 þúsund króna, breytingargjald. 

Þá verður vopnaleitarhliðunum lokað hálftíma fyrir brottför og er því mikilvægt að farþegar séu komnir í gegn áður en það gerist. 

Farþegar easyJet sem eru hræddir um að missa af flugi geta keypt sérstaka tryggingu sem bætir þennan skaða en hún kostar 7,5 pund eða um 1.400 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK