Dræm sala hjá Coca-Cola

AFP

Tekjur drykkjarvöruframleiðandans Coca-Cola voru lægri á öðrum fjórðungi ársins en búist hafði verið við. Ástæðan er sögð dræm sala í Kína og nokkrum Suður-Ameríkuríkjum. Forsvarsmenn félagsins vara við því að ástandið á mörkuðum í þessum ríkjum muni ekki batna í bráð.

Hlutabréf félagsins lækkuðu um 3,63 prósentustig eftir að uppgjör þess fyrir annan ársfjórðung var birt í dag. Hefur hlutabréfaverðið ekki verið lægra í þrjá mánuði.

Forsvarsmenn Coca-Cola segja að kínverskir heildsalar hafi brugðist við minni eftirspurn og breyttu mataræði Kínverja með því að draga úr kaupum á drykkjum framleiðandans, að sögn James Quinceys, framkvæmdastjóra hjá Coca-Cola.

Kínverska hagkerfið óx um 6,7 prósentustig á öðrum fjórðungi ársins, en vöxturinn hefur ekki verið svo lítill eftir að fjármálakreppan skall á árið 2007.

Hagnaður Coca-Cola nam sextíu sentum á hlut, en greinendur höfðu að meðaltali spáð 58 senta hagnaði. Þetta er sjötti ársfjórðungurinn í röð sem hagnaður félagsins er meiri en sérfræðingar gerðu ráð fyrir.

Tekjurnar drógust þó saman um fimm prósentustig og námu alls 11,54 milljörðum dala. Fjármálagreinendur töldu að tekjurnar yrðu um 11,6 milljarðar dala.

Salan dróst saman í öllum heimsálfum nema í Norður-Ameríku, þar sem hún jókst um 2%.

Alls nam salan 12,16 milljörðum dala á öðrum ársfjórðungi 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK