Landsvirkjun hagnast um 4,2 milljarða

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Landsvirkjun hagnaðist á fyrstu sex mánuðum ársins um 4,2 milljarða króna, eða 34,8 milljónir Bandaríkjadali. Á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 63,9 milljónir dala. Hagnaður fyrir fjármagnsliði (EBITDA) nam 18,9 milljörðum og hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 7,9 milljörðum.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að rekstrartekjur hafi numið 206,9 milljónum dala eða 25,2 milljörðum. er það lækkun um 8,8 milljónir dala frá sama tímabili í fyrra eða um 4,1%.

Lækkun álverðs hefur áhrif

Tekjulækkun félagsins skýrir hluta lækkunar hagnaðar, en stærstan þátt á breyting á óinnleystum fjármagnsliðum. Er það lækkun álverðs og gengisáhrif sem skýra þá breytingu að mestu.

Nettó skuldir Landsvirkjunar lækkuðu um 4,8 milljarða frá áramótum og námu 237,4 milljörðum í lok tímabilsins. Handbært fé frá rekstri nam 15,1 milljarði og er það lækkun um 15,4% frá sama tímabili í fyrra.

Haft er eftir Herði Arnarsyni, forstjóra félagsins, að afkoman hafi verið góð miðað við aðstæður á markaði. Segir hann lækkandi álverð hafa haft áhrif á reksturinn, en að við endursamninga og gerð nýrra samninga hafi verið lögð áhersla á að draga úr verði þeirra tenginga.

Fjórði besti árshluti frá upphafi

„Afkoma fyrirtækisins á fyrri hluta ársins var góð, ekki síst miðað við krefjandi ytra umhverfi. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 7,9 milljörðum króna, en árshlutinn var sá fjórði besti frá upphafi. Hreinar skuldir halda áfram að lækka, á sama tíma og bygging nýrra virkjana stendur yfir, sem er til vitnis um traustan grunnrekstur og sjóðsmyndun.

Tekjur lækkuðu í samanburði við sama tímabil árið áður, aðallega vegna lækkandi álverðs. Verð á álmörkuðum mun áfram hafa áhrif á afkomu Landsvirkjunar, en við endursamninga og gerð nýrra samninga höfum við lagt áherslu á að draga úr vægi þeirrar tengingar,“ er haft eftir Herði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK