Tekur við Sprengisandi

Kristján Kristjánsson tekur við sem umsjónarmaður Sprengisands á Bylgjunni.
Kristján Kristjánsson tekur við sem umsjónarmaður Sprengisands á Bylgjunni.

Kristján Kristjánsson tekur við sem umsjónarmaður Sprengisands á Bylgjunni en Páll Magnússon sem stýrði þættinum tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. 

Kristján hefur víða komið við í fjölmiðlaheiminum, samkvæmt fréttatilkynningu frá 365. Hann hóf ferilinn sem blaðamaður og starfaði lengi sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu og síðar í Kastljósi. Að undanförnu hefur hann sinnt sjálfstæðri ráðgjöf en var áður upplýsingafulltrúi hjá Landsbankanum auk þess að hafa unnið hjá forsætisráðuneytinu um hríð.  

Kristján tekur við þættinum strax og verður fyrsti þátturinn í hans umsjá næstkomandi sunnudag. Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar í beinni útsendingu alla sunnudaga milli klukkan 10 og 12.

Á undan Páli stýrði Sigurjón M. Egilsson þættinum um árabil. Hann lét af því starfi í vor þegar hann færði sig um set og hóf störf á Hringbraut.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK