Munar milljónum á kynjunum

Karlfyrirsætur eru á lægri launum en konurnar en endast yfirleitt …
Karlfyrirsætur eru á lægri launum en konurnar en endast yfirleitt lengur í bransanum. AFP

Karlfyrirsætur fá allt að 75% lægri laun en konur í sama bransa. BBC segir frá þessu og vitnar í þekktan umboðsmann innan tískuheimsins.

Elizabeth Rose er umboðsmaður karlfyrirsæta hjá umboðsskrifstofunni Premier sem tók m.a. þátt í að byggja upp ferla Naomi Campell og Cindy Crawford.

„Ég held að þetta sé eini iðnaðurinn þar sem karlar fá lægri laun en konur. Það er ósanngjarnt fyrir karla og ýtir ekki undir eflingu kvenna,“ sagði Rose en að hennar sögn getur kona fengið allt að 40.000 pund eða 5,9 milljónir íslenskra króna fyrir að taka þátt í tískusýningu hjá stærstu tískuhúsunum. Hinsvegar frá karlar aðeins um 10.000 pund að meðaltali fyrir sama starf.

„Ein ástæða  þess að konur fá meira greitt en karlar er sú að auglýsendur segja að konur eyði meiru í vörur fyrir konur en ég held að það sé að breytast,“ segir Rose í samtali við BBC. „Karlfyrirsætur eru í meira mæli notaðar í auglýsingum fyrir snyrtivörur. Karlar eru að sjá betur um sig almennt heldur en á síðasta áratug. Það er í góðu lagi að vera lengi að laga hárið og nota krem og málningu.“

Munar tugum milljóna á árstekjum

Hæst launaða kvenkynsfyrirsæta heims Gisele Bundchen, þénaði 34 milljónir punda eða um 5 milljarða íslenskra króna á síðasta ári samkvæmt tímaritinu Forbes. Hinsvegar hefur tímaritið ekki skoðað laun karlfyrirsæta í þrjú ár eða frá árinu 2013. Þá var hæst launaða karlfyrirsætan Sean O‘Pry sem þénaði 1,15 milljón punda eða um 170 milljónir íslenskra króna. Þess má geta að það ár þénaði Bundchen 32 milljónir punda. 

„Topp tíu hæst launuðustu konurnar þéna allar margar milljónir. Aðeins þrjár karlfyrirsætur þéna meira en eina milljón,“ sagði Rose. Segist hún alltaf endursemja um kjör fyrirsæta finnist henni verið að brjóta á þeim. Karlarnir fá þó aldrei eins mikið og konurnar.

Sagði hún t.d. hafa fengið til sín tvö tilboð þar sem karli var boðið 1500 pund en konunni 5000 pund fyrir sömu vinnu.

Gisele Bundchen er hæst launaða kvenfyrirsæta heims.
Gisele Bundchen er hæst launaða kvenfyrirsæta heims. AFP

Karlfyrirsæturnar lengur starfandi

Rose bendir þó á að konum sem frekar mismunað vegna aldurs heldur en körlum.

„Karlar eru klárlega lengur starfandi. Karlfyrirsæturnar sem þéna mest eru yfirleitt á fertugsaldri,“ sagði Rose.

Sagði hún fyrirsæturnar aldrei kvarta yfir launum en því meira sem þær vita um launamuninn því meira er hægt að gera til að breyta því.

Fyrirsætur á tískuvikunni í Mílanó í síðustu viku.
Fyrirsætur á tískuvikunni í Mílanó í síðustu viku. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK