Norskir kaupa í Arnarlaxi

Laxi pakkað hjá Arnarlaxi.
Laxi pakkað hjá Arnarlaxi. mbl.is/Helgi Bjarnason

Tryggingamiðstöðin hf. (TM) hefur selt 3,0% hlut í Kvitholmen, sem á 100% eignarhlut í fiskeldisfyrirtækinu Arnarlaxi hf., fyrir 35,7 milljónir norskra króna eða því sem nemur 473 milljónum króna.

TM átti fyrir viðskiptin 7,4% eignarhlut í Kvitholmen og því jafngilda þessi viðskipti að eignarhlutur TM sé metinn á 89,1 milljón norskra króna eða 1.177 milljónir króna.

Í Morgunblaðinu í dag segir að nokkrir norskir fjárfestar standi að baki kaupunum. Sé miðað við kaupverðið megi áætla að Arnarlax sé metinn á hátt í 16 milljarða króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK