Eigandi British Airways hagnaðist um 277 milljarða

IAG á flugfélögin British Airways og Iberia.
IAG á flugfélögin British Airways og Iberia. AFP

Félagið IAG sem á flugfélögin British Airways og Iberia hagnaðist um 2,4 milljarð evra á síðasta ári eða því sem nemur 277,7 milljörðum íslenskra króna. Er það aukning um tæpan þriðjung milli ára. Þá jókst rekstrarhagnaður félagsins um 8,6% og námu 2,5 milljarði evra.

Þrátt fyrir aukinn hagnað segir IAG að gengisfall pundsins hafi kostað félagið 460 milljónir evra eða 53,2 milljarða íslenskra króna.

BBC vitnar í Willie Walsh, framkvæmdastjóra IAG sem segir félagið hafa staðið sig vel í erfiðu umhverfi. „Árið 2016 fluttum við meira en 100 milljónir farþega, tvöfalt magn þeirra farþega sem British Airways og Ibera fluttu árið 2010, ári áður en IAG var stofnað,“ segir hann.

Hagnaðurinn jókst þrátt fyrir að tekjur félagsins minnkuðu um 1,3% og tekjur félagsins á hvern farþega um 5,4%.

Eftir að Bretar kusu að ganga úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní sendi IAG frá sér afkomuviðvörun. Þá varaði félagið við því í október að verð á farmiðum gæti hækkað vegna gengisfalls pundsins.

Hinsvegar lækkaði eldsneytiskostnaður félagsins um tæp 20% á síðasta ári vegna lækkandi olíuverðs. Með tilliti til gengis og olíuverðs býst félagið við því að hagnast meira á þessu ári en því síðasta.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK