Katrín endurskipuð í peningastefnunefnd

Forsætisráðherra hefur endurskipað Dr. Katrínu Ólafsdóttur, lektor við Háskólann í Reykjavík, fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæði í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Katrín hefur verið fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands frá 3. mars 2012. Hún starfaði áður sem hagfræðingur hjá greiningardeild Landsbanka Íslands 2002-2003, forstöðumaður þjóðhagsspár hjá Þjóðhagsstofnun 1999-2002 og sem sérfræðingur á efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins 1991-1998. Katrín lauk doktorsprófi í vinnumarkaðshagfræði frá Cornell-háskóla í New York árið 2009.

Ákvarðanir um beitingu stjórntækja Seðlabanka Íslands í peningamálum eru teknar af peningastefnunefnd. Í nefndinni sitja seðlabankastjóri, sem er formaður, aðstoðarseðlabankastjóri, einn af yfirmönnum bankans á sviði mótunar eða stefnu í peningamálum og tveir sérfræðingar á sviði efnahags- og peningamála sem forsætisráðherra skipar.

Katrín hefur verið fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands frá 3. …
Katrín hefur verið fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands frá 3. mars 2012. Hún starfaði áður sem hagfræðingur hjá greiningardeild Landsbanka Íslands 2002-2003, forstöðumaður þjóðhagsspár hjá Þjóðhagsstofnun 1999-2002 og sem sérfræðingur á efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins 1991-1998.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK