Bannaðir leikir fyrir fermingarbörn

Stungið er upp á nokkrum leikjum sem fermingarbörn hafa ekki …
Stungið er upp á nokkrum leikjum sem fermingarbörn hafa ekki aldur til að spila. Skjáskot/ELKO

Í fermingarblaði ELKO er stungið upp á ýmsum gjafahugmyndum fyrir fermingarbörn. Þar á meðal eru fjórir tölvuleikir sem bannaðir eru innan átján ára og einn sem bannaður er innan sextán ára. Framkvæmdastjóri segir þetta óheppilegt en ítrekar að leikirnir séu almennt ekki seldir börnum undir aldri.

Fermingarbörn eru á fjórtánda aldursári og ættu því ekki að mega spila tölvuleikina á næstu árum.

Í fermingarblaðinu sem sent var á öll heimili í morgun eru meðal annars auglýstir leikirnir Grand Theft Auto, Ghost Recon, Watch Dogs og For Honor en allir eru þeir taldir innihalda of mikið ofbeldi fyrir börn undir átján ára aldri.

Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri ELKO, segir auglýsinguna óheppilega og segir að leikirnir hafi óvart læðst með í blaðið. Að sögn Gests eru leikirnir almennt ekki seldir til barna. Fólk sem líti út fyrir að vera undir aldri sé alltaf beðið um skilríki. Gestur segir að börn undir aldri, sem vilja spila leikina, komi yfirleitt í fylgd með foreldrum sem kaupi þá vöruna fyrir þau.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK