N1 hækkar afkomuspána

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Rekstrarhagnaður N1 fyrir afskriftir og fjármagnsliði jókst umtalsvert milli ára og var 521 milljón króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 374 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Aukningin skýrist af meiri framlegð af vörusölu vegna aukinna umsvifa í hagkerfinu að sjávarútvegi undanskildum ásamt því að þróun á heimsmarkaðsverði olíu hafði hagstæð áhrif á framlegð á seldan lítra af eldsneyti.

N1 hefur í ljósi afkomunnar hækkað EBITDA spá félagsins um 100 milljónir króna, eða í 3.500 - 3.600 milljónir króna. Í afkomutilkynningu er þó áréttað að rekstur N1 sé sveiflukenndur og árstíðabundinn en stærsti hluti EBITDA fellur til á 2 og 3. ársfjórðungi hvers árs.

Í afkomutilkynningu segir að N1 hafi verið með miklar eldsneytisbirgðir í ársbyrjun vegna aukinna umsvifa og sjómannaverkfalls. Samningsbundnar launahækkanir skýri að mestu hærri launa- og starfsmannakostnað á fyrsta ársfjórðungi 2017 miðað við sama tímabil 2016 ásamt fjölgun stöðugilda vegna aukinna umsvifa á einstaklingsmarkaði og í bílaþjónustu. Launa- og starfsmannakostnaður jókst um 6,9% milli ára.

14,1% umferðaraukning

Selt magn án flugvélaeldsneytis minnkaði um 17,6% milli ára en það skýrist af minni umsvifum í sjávarútvegi á fyrsta ársfjórðungi þessa árs vegna verkfalls sjómanna. Selt magn af bensíni og gasolíu jókst um 8,7% á milli fjórðunga sem skýrist af auknum umsvifum í hagkerfinu en aukning umferðar á þjóðvegum landsins var 14,1% á fyrsta ársfjórðungi 2017 samanborið við sama tímabil 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK