Hönnunarbúð í stað upplýsingamiðstöðvar

Hönnunarverslun verður opnuð í Aðalstræti 2.
Hönnunarverslun verður opnuð í Aðalstræti 2.

Akkúrat Stúdíó og Hönnunarmiðstöð Íslands hafa gert með sér samning um leigu jarðhæðar Aðalstrætis 2. Á hæðinni mun Akkúrat Stúdíó reka íslenska hönnunarverslun. Á bak við Akkúrat Stúdíó standa Sigrún Guðný Markúsdóttir og Döðlur ehf. Áætlað er að verslunin verði opnuð í lok maí.

Í tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð Íslands segir að Akkúrat sé íslensk hönnunarverslun sem selur sérvaldar hönnunarvörur frá Íslandi og öðrum Norrænum þjóðum. Einnig verður hægt að finna þar örfáar spennandi hönnunarvörur frá alþjóðasamfélaginu.

Akkúrat mun starfa með hönnuðum og listafólki í að búa til lifandi rými þar sem viðburðir og sýningar eiga heima. Þá segir í tilkynningu að Akkúrat stefni að því að veita innblástur og styðja íslenska hönnun.

Hönnunarmiðstöð Íslands tók við húsinu við Aðalstræti 2 af Höfuðborgarstofu og Upplýsingamiðstöð ferðamála í vetur með það að markmiði að reka líflega hönnunarmiðstöð í miðborginni. Markmiðið með slíkri hönnunarmiðstöð er að efla ímynd skapandi miðborgar og styrkja stöðu hönnunar í hjarta Reykjavíkur.

Samningurinn við Akkúrat Stúdíó um verslun með íslenska hönnun er hluti af þessari áætlun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK