Eyðsla ferðamanna í Bretlandi eykst

Frá Oxford Street í Lundúnum.
Frá Oxford Street í Lundúnum. AFP

Eyðsla ferðamanna í Bretlandi jókst um 18% í júní vegna lækkandi gengis pundsins. Greint er frá þessu á vef Sky News og vitnað í Worldpay sem segir að ferðamenn hafi eytt 643 milljónum punda með greiðslukortum í júní eða því sem nemur 88,2 milljörðum íslenskra króna. Því er spáð að breskir smásalar geti fengið allt að 2,4 milljarða punda frá ferðamönnum yfir sumarið ef eyðslan heldur áfram.

Gengislækkanir á pundinu hafa haft áhrif á eyðslu ferðamanna í Bretlandi en einnig á eyðslu Breta í útlöndum. Pundið náði átta mánaða lágmarki gagnvart evru í vikunni og hefur það haft áhrif á ferðalög Breta í sumarfríinu samkvæmt frétt Sky News.

Ferðamönnum í Bretlandi hefur fjölgað stöðugt síðustu vikur og mánuði. Worldpay bendir í dag á mikla aukningu í eyðslu ferðamanna frá Mið-Austurlöndum en hún jókst um tæp 60%.

Þá jókst sala í lúxusverslunum og stórverslunum um 63% og samkvæmt frétt Sky News er það að miklu leyti vegna aukinna viðskipta ferðamanna frá Bandaríkjunum og Rússlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK