Tæpir 80 milljarðar hafa horfið í Kongó

Frá Lýðveldinu Kongó. Þrátt fyrir að vera ríkt land af …
Frá Lýðveldinu Kongó. Þrátt fyrir að vera ríkt land af kopar, gulli og demöntum er þjóðin mjög fátæk. AFP

Talið er að meira en 20% af tekjum Lýðveldisins Kongó vegna námureksturs hafi tapast vegna spillingar og óstjórnar að sögn samtakanna Global Witness. Samtökin segja að peningarnir hafi verið fluttir í gegnum spillt kerfi tengd forseta landsins, Joseph Kabila. Að minnsta kosti 750 milljónir Bandaríkjadala, eða því sem nemur rúmum 79 milljörðum íslenskra króna, hafa horfið síðustu þrjú ár að sögn Global Witness.

Greint er frá þessu á vef breska ríkisútvarpsins en stjórnvöld í Lýðveldinu Kongó hafa ekki tjáð sig. Þau hafa þó áður neitað ásökunum um spillingu í námurekstri þar.

Lýðveldið Kongó er stærsti framleiðandi kopars í Afríku og stærsti framleiðandi heims þegar kemur að kóbolti sem er notað í rafhlöður rafmagnsbíla.

Þá er landið einnig ríkt af gulli, demöntum og koltani, sem er notað í farsíma. Þrátt fyrir það er þjóðin ein fátækasta þjóð heims í kjölfar mikilla áttaka og misstjórnar í landinu.

„Tekjur Kongó vegna námureksturs ættu að hjálpa þjóðinni að komast úr viðjum fátæktar,“ er haft eftir Pete Jones, verkefnastjóra hjá Global Witness. Samkvæmt skýrslu samtakanna hverfur stór hluti tekna úr námunum eftir að þær fara til námufyrirtækisins Gécamines sem er í eigu ríkisins. Forstjóri Gécamines, sem er jafnframt mikill vinur Kabila forseta, hefur neitað ásökunum þess efnis að fyrirtækið sé spillt og segir starfsemina gagnsæja.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK