Landsbréf hagnast um 556 milljónir

Landsbréf eru rekstrarfélag verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu, …
Landsbréf eru rekstrarfélag verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu, auk þess sem félagið hefur starfsleyfi til eignastýringar og fjárfestingaráðgjafar.

Hagnaður sjóðastýringarfélagsins Landsbréfa vegna rekstrar á fyrri hluta ársins 2017 nam 556 milljónum króna, samanborið við 291 milljón króna hagnað á sama tíma á síðasta ári. Þetta kemur fram í árshlutareikningi sem Landsbréf tilkynnti í dag. 

Í tilkynningunni segir að hreinar rekstrartekjur hafi numið 1.135 milljónum króna á fyrri hluta ársins 2017, en 828 milljónum króna á sama tímabili á árinu 2016. Þá nam eigið fé Landsbréfa í lok tímabilsins 3.206 milljónum króna og eiginfjárhlutfall reiknað samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki var 111,86%, en þetta hlutfall má ekki vera undir 8%.

Í lok júní áttu um 13 þúsund einstaklingar og lögaðilar fjármuni í sjóðum í stýringu Landsbréfa og voru eignir í stýringu um 157 milljarðar króna. Landsbréf var rekið með 702 milljóna króna hagnaði á árinu 2016. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK