Loka 170 McDonalds-stöðum á Indlandi

AFP

McDonalds hyggst loka 169 veitingastöðum á Indlandi vegna deilna við rekstraraðila skyndibitakeðjunnar í landinu. Samningi McDonalds og Connaught Plaza Restaurants Ltd verður rift vegna vanefnda þess síðarnefnda á samningnum sem hefur meðal annars ekki staðið í skilum á greiðslum til veitingahúsakeðjunnar.

Öllum stöðum McDonalds á Norður- og Austur-Indlandi verður því lokað, þar á meðal öllum stöðum í Nýju-Delí, höfuðborg landsins. Í frétt AFP um málið kemur þó fram að verið sé að leita að nýjum rekstraraðila í landinu.

Annar rekstaraðili rekur McDonalds staðina á Suður- og Vestur-Indlandi svo riftun samningsins hefur ekki áhrif á rekstur þeirra staða.

Loka þurfi 40 stöðum í Nýju-Delí í júní eftir að ekki tókst að endurnýja veitingaleyfi veitingahúsanna. Markaðurinn fyrir skyndibita veltir um einum og hálfum milljarði bandaríkjadala árlega í Indlandi og fer ört vaxandi, eða um 15 prósent á ári, að mati indverska ráðgjafarfyrirtækisins Technopak.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK