Vantar auglýsingapláss utandyra

Elín Helga Sveinbjörnsdóttir er formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa.
Elín Helga Sveinbjörnsdóttir er formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa. Mynd/Magasínið

Elín Helga Sveinbjörnsdóttir formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, segir vanta pláss fyrir umhverfisauglýsingar á Íslandi og að þróunin hérlendis sé öfug miðað við erlendis. Þetta sagði Elín Helga í spjalli í Magasíninu á K100 í kjölfar umfjöllunar Morgunblaðsins um kvartanir um reiðhjólastand í miðborg Reykjavíkur sem er merktur flugfélaginu WOW air.

Umhverfisauglýsingar fara vaxandi 

„Það hefur ekki verið neinn kúltúr fyrir umhverfisauglýsingum á Íslandi eins og er erlendis," segir Elín Helga og bætir við að þetta sé góð leið til að auglýsa í umhverfinu. „Þetta er vannýtur miðill hér á Íslandi. Þetta er auglýsingamiðill sem er vaxandi úti í heimi. Hann er ekki vaxandi á Íslandi. Markaðsstjórar hafa úr litlu að moða, eða fyrirtæki, er kemur að því að auglýsa í umhverfinu.“

Hún segir það hafa verið áhugavert að fylgast með erlendum aðila líkt og H&M koma sér fyrir á íslenskum markaði því þeim hafi þótt svo sjálfsagt að nýta sér umhverfisauglýsingar í meira mæli en tíðkast hér. 

Möguleikunum fækkar og regluverk óskýrt

Í spjallinu kemur fram að möguleikunum fyrir umhverfisauglýsingar hafi fækkað og sem dæmi segir Elín Helga ekki lengur hægt að auglýsa utan á Strætó og að ekki sé hlaupið í að auglýsa utan á stórum áberandi byggingum. 

Aðspurð út í auglýsingaherferð H&M sem fjarlægð var úr miðbænum fyrir skömmu þá segir hún ljóst á þessu stigi að þeir aðilar sem komu að umhverfisauglýsingu H&M í miðbænum hafi fengið tilskilin leyfi en að síðar hafi komið í ljós að leyfið var eitthvað loðið. Hún segir að regluverkið þurfi að vera skýrara fyrir þá sem starfa í greininni. 

Kallar á fleiri kosti 

Elín Helga segist kalla eftir fleiri kostum fyrir auglýsendur. „Eflaust gætum við talað við borgina. Og ég er líka að kalla á frumkvöðla. Að fara að búa til eitthvað skemmtilegt sem getur orðið til þess að við getum gengið að því sem vísu." Hún nefnir fyrirtækið Billboards sem dæmi um nýjung sem hefur bryddað upp á notkun svokallaðra LED skjáa hér á landi.

Sjáðu viðtalið við Elínu Helgu í Magasíninu á K100 í heild hér að neðan.   

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK