Banna 89 tegundir af þyrilsnældum

Þyrilsnælda er nýjasta æði hjá krökkum hér á landi sem …
Þyrilsnælda er nýjasta æði hjá krökkum hér á landi sem erlendis. AFP

Neytendastofa hefur lagt tímabundið bann við sölu og afhendingu á 89 tegundum af þyrilsnældum (e. fidget spinners) hjá innflytjanda hér á landi þar sem hann hefur ekki enn sýnt fram á að varan sé örugg fyrir börn eftir fjögurra vikna frest.

Í frétt á vef Neytendasofu segir að umræddar þyrilsnældur séu sumar hverjar ekki CE-merktar auk þess sem aðrar merkingar skorti. Í verslunum geti neytendur oft aðeins séð umbúðir vörunnar og því vilji Neytendastofa benda neytendum á að á umbúðum megi greina vísbendingar um hvort leikfang sé í lagi. Þær vísbendingar séu m.a. CE-merking, tilgreining á framleiðanda, heimilisfangi framleiðanda og framleiðslunúmeri vörunnar, auk tilheyrandi varúðarleiðbeininga. 

Samkvæmt upplýsingum og ábendingum sem Neytendastofu hafa borist hafa þyrilsnældur brotnað við lítið hnjask og litlir aðskotahlutir hafa losnað frá þeim. Þá hafa fundist þyrilsnældur með beitt blöð, sem auðveldlega geta skaðað börn að leik. Rafhlöðuhólf í LED þyrilsnældum hafa einnig opnast mjög auðveldlega svo að rafhlaða er aðgengileg sem er sérstaklega hættulegt ungum börnum vegna hættu á að þau stingi rafhlöðum upp í sig, að því er kemur fram í fréttinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK