Staðfestu niðurfellingu tolla milli ESB og Íslands

Tollhúsið á Tryggvagötu.
Tollhúsið á Tryggvagötu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Evrópuþingið staðfesti í dag samninga milli Evrópusambandsins og Íslands um viðskipti með matvæli sem fela í sér að felldir séu niður tollar af alls 101 tollnúmerum sem komi til viðbótar við þau númer sem tollar hafi þegar verið felldir niður af. Var samningurinn samþykktur með með 665 atkvæðum gegn 7, en 18 þingmenn sátu hjá.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Samtök verslunar og þjónustu sendu á fjölmiðla. Í september 2015 undirritaðu fulltrúar Evrópusambandsins og íslenskra stjórnvalda samninga en gildistaka er háð samþykki beggja aðila. 

Í tilkynningunni segir að með samkomulaginu falli niður tollar á vörum eins og súkkulaði, sætu kexi, pizzum og fylltu pasta. Þá feli það í sér að stórauknir séu tollkvótar á kjöti, þ.m.t. svína-, alifugla- og nautakjöti en þess beri að geta að tollkvótar þessir verði innleiddir í áföngum en komi að fullu til framkvæmda að fjórum árum liðnum frá gildistöku samningsins. 

Hinn 13. september 2016 samþykkti Alþingi þingsályktun sem heimilaði ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands og Evrópusambandsins um ívilnanir í viðskiptum með landbúnaðarvörur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK