Weinstein segir sig úr stjórn

Harvey Weinstein er sagður hafa sagt sig úr stjórn Weinstein …
Harvey Weinstein er sagður hafa sagt sig úr stjórn Weinstein Company, en hann var rekinn sem forstjóri fyrirtækisins í siðustu viku. AFP

Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur sagt sig úr stjórn Weinstein Company að því er Reuters fréttastofan hefur eftir heimildamanni nánum framleiðandanum. Weinstein á yfir höfði sér ásakanir um að hafa áreitt og misþyrmt fjölda kvenna kynferðislega yfir rúmlega þrjátíu ára tímabil.

Reuters segir talsmenn Weinsteins og fyrirtækis hans ekki hafa viljað tjá sig um málið. Tímaritið Variety greindi frá því fyrr í dag að Weinstein hefði sagt sig úr stjórn fyrirtækisins, sem hann stofnaði með bróður sínum, en hann var rekinn sem forstjóri fyrirtækisins eftir að ásakanirnar komu upp.

Weinstein neitar því að hafa átt mök við nokkurn án samþykkis viðkomandi.

Viðræður standa nú yfir milli eigenda The Weinstein Company og fjárfestingarfyrirtækisins Colony Capital um kaup þess síðarnefnda á stórum hluta eigna The Weinstein Company.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK