Launþegum fjölgar um 4,7%

Alls fengu 186.900 manns greidd laun á síðustu tólf mánuðum og er það aukning um 4,7% samanborið við nóvember 2015 til nóvember 2016. Á sama tíma hefur launagreinendum fjölgað um 3,8% á Íslandi.

Launþegum fjölgar milli ára í byggingariðnaði og ferðaþjónustu, en ekki eins hratt og áður. Launþegum fækkar í sjávarútvegi.

14% aukning í byggingariðnaði

Í október 2017 voru 2.660 launagreiðendur og um 12.900 launþegar í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og hafði launþegum fjölgað um 1.500 (14%) samanborið við október 2016. Í október voru 1.783 launagreiðendur og um 26.800 launþegar í einkennandi greinum ferðaþjónustu og hafði launþegum fjölgað um 1.700 (7%) á einu ári. Á sama tímabili hefur launþegum í heild fjölgað um 6.500 (4%).

„Hafa verður í huga að í þessum tölum eru ekki upplýsingar um einyrkja sem eru með rekstur á eigin kennitölu og greiða sjálfum sér laun, en slíkt rekstrarform er algengt í byggingariðnaði, landbúnaði, hugverkaiðnaði og skapandi greinum svo dæmi séu tekin,“ segir í frétt á vef Hagstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK