Yfirtakan á Sky ekki í þágu almennings

Rupert Murdoch.
Rupert Murdoch. AFP

Samkeppniseftirlit Bretlands leggst gegn yfirtöku 21st Century Fox á Sky. Yfirtakan sé ekki til hagsbóta fyrir almenning. Greint var frá þessu í morgun en árið 2016 gerði fyrrnefnda félagið, sem er í eigu fjölmiðlafyrirtækis Rupert Murdoch, yfirtökutilboð í 61% hlut í Sky en félagið átti fyrir 39% hlut. Tilboðið hljóðaði upp á 11,4 milljarða punda, sem svarar til 1.632 milljarða króna.

Stjórnvöld sendu málið til samkeppnisyfirvalda,Competition and Markets Authority (CMA), í september þar sem óskað var eftir ítarlegri rannsókn á áhrifum yfirtökunnar á frelsi fjölmiðla og gildi ljósvakamiðlunar.

Yfirtakan hefur þegar verið samþykkt af samkeppnisyfirvöldum í Austurríki, Þýskalandi, Írlandi og Ítalíu sem og Evrópusambandinu. Aftur á móti höfðu bresk yfirvöld ekki gefið samþykki sitt vegna áhyggna um ítök Murdoch á breskum fjölmiðlamarkaði.

Samkvæmt niðurstöðu CMA í dag þá myndi samningurinn veita Murdoch of mikil völd á breskum fréttaveitum. Það myndi því þýða að hann hefði of mikla stjórn á skoðunum almennings. Því er samrunanum synjað til bráðabrigða.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK