Tónleikasalur á heimsmælikvarða

Í umsögninni segir: „Harpa er fjölnota og nútímalegt viðburðahús þar …
Í umsögninni segir: „Harpa er fjölnota og nútímalegt viðburðahús þar sem allar tónlistarstefnur geta fundið sér stað.“ Ljósmynd/Aðsend

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa hlaut nýverið virt byggingarlistaverðlaun United States Institute of Theatre Technology. Niðurstaða dómnefndar USITT er byggð á framúrskarandi hljómburði í Hörpu og þykir Eldborg standa vel undir nafni sem tónleikasalur á heimsmælikvarða.

Dómnefnd telur jafnframt minni sali eins og Norðurljós tilvalinn sal fyrir kammertónleika og uppistand en Silfurberg vel sniðinn fyrir rafmagnaða tónleika. Fjölbreytt úrval rýma sem húsið hefur upp á að bjóða, ríkulegur tækjakostur og framúrskarandi starfslið, geri Hörpu að óviðjafnanlegum valkosti, að því er fram kemur í tilkynningu.

USITT var stofnað árið 1960 til að koma af stað samtali og stuðla að miðlun þekkingar meðal leikhúshönnuða og tækna. Arkitektar Hörpu eru Henning Larsen Arkitektar í Danmörku og Batteríið arkítektar ehf. og hlutu þeir einnig viðurkenningu ásamt Artec – nú ARUP, hljómburðarhönnuðum hússins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK