Segir Helgu hafa verið boðaða á alla fundi

Öllum nefndarmönnum í tilnefningarnefnd VÍS var gefinn kostur á að koma sínum athugasemdum og tillögum að við vinnslu lokaskýrslu nefndarinnar. Hins vegar eru engar heimildir fyrir því að nefndarmenn skili sératkvæði. Þetta segir Sandra Hlíf Ocares, formaður tilnefningarnefndar VÍS í tilkynningu vegna umfjöllunar Morgunblaðsins um úrsögn Helgu Hlínar Hákonardóttur úr nefndinni.

Í bréfinu sem er sent í nafni tilnefninganefndarinnar og undirritað af Söndru, segir að allir nefndarmenn hafi verið boðaðir með sama hætti til þeirra funda sem voru haldnir, en öllum hafi verið frjálst að boða forföll. Þá er vísað til þess að í lokaskýrslu komi fram að einn nefndarmaður hafi ekki greitt atkvæði á sama hátt og meirihluti nefndarinnar, en að ekki sé heimild til að setja inn sératkvæði.

Helga Hlín sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem hún sagði meirihluti nefndarinnar hafi unnið án hennar vitneskju eða aðkomu og því hafi ekki verið annað í stöðunni fyrir hana en að segja sig úr nefndinni.

Hluthafafundur félagsins fer nú fram, en átta eru í framboði til stjórnar félagsins. Upphaflega voru frambjóðendur tíu, en tveir drógu framboð sitt til baka í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK