Segir reksturinn ganga blómlega

Fyrirsæta með eina af vörunum sem eru til sölu á …
Fyrirsæta með eina af vörunum sem eru til sölu á draumadögunum. Ljósmynd/Aðsend

Svokallaðir draumadagar hófust í verslunum Flying Tiger Copenhagen bæði hér á landi og víða annars staðar í Evrópu í morgun þar sem allar vörur eru á 300 krónur eða minna næstu fjóra daga.

Aðspurður segir Arnar Þór Óskarsson, framkvæmdastjóri Flying Tiger Copenhagen á Íslandi, draumadagana ekki tengjast fregnum um að móðurfélag verslanakeðjunnar sé komið í samningaumleitarnir til að forðast greiðslustöðvun eftir lélega jólasölu.

Þetta er í fyrsta sinn síðan fyrsta verslunin opnaði hérlendis árið 2001 sem dagar sem þessi eru haldnir. Arnar Þór segir reksturinn á Íslandi alla tíð hafa gengið blómlega en starfsmennirnir eru um sjötíu talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK