Sýn lækkar um 41% í verðmati Arion banka

síðasta verðmati Arion banka, sem birtist 26. júní síðastliðinn, var …
síðasta verðmati Arion banka, sem birtist 26. júní síðastliðinn, var virðið 71 kr. á hlut. Nýtt verðmatsgengi er aftur á móti 42 kr. á hlut og fellur því um 41%. Haraldur Jónasson/Hari

Virðismatsgengi Arion banka á fjarskiptafyrirtækinu Sýn hríðfellur í nýju verðmati bankans á félaginu sem ViðskiptaMogginn hefur undir höndum.

Tvær afkomuviðvaranir, lækkaðar afkomuáætlanir samhliða harðnandi samkeppnisaðstæðum eru á meðal þess sem skýrir 41% lækkun á virðismatsgengi Sýnar.

Dökk mynd er dregin upp af Sýn í greiningunni og ekki er „tilefni til þess að líta árið mjög björtum augum“ að mati bankans. Í síðasta verðmati Arion banka, sem birtist 26. júní síðastliðinn, var virðið 71 kr. á hlut. Nýtt verðmatsgengi er aftur á móti 42 kr. á hlut og fellur því um 41%. Dagslokagengi Sýnar á markaði í gær var 40,2 kr. á hlut.

Það að missa enska boltann eykur áhættu

Fram kemur í verðmatinu að áætlun félagsins um rekstrarhagnað fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) fyrir árið 2019 hafi verið færð niður úr 4,6 til 5 milljörðum króna í 3,9 til 4,4 milljarða króna. Þá hafi EBITDA-áætlun félagsins fyrir árið 2020 verið færð niður úr 5 milljörðum króna í 4,4 milljarða.

Í verðmatinu er einnig vísað til harðnandi samkeppnisaðstæðna sem nefndar voru í afkomuviðvörun Sýnar, sem muni valda áframhaldandi verðpressu og kostnaði á sölu- og markaðshliðinni. Aukinheldur er minnst á þá áhættu sem fólgin er í því fyrir Sýn að missa enska boltann sem bankinn telur vera helst það sem laðað hefur viðskiptavini að íþróttastöð félagsins.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK