Metfækkun ferðamanna

Ferðamönnum fækkaði mikið í maí eða 24% milli ára.
Ferðamönnum fækkaði mikið í maí eða 24% milli ára. mbl/Arnþór Birkisson

Töluverður samdráttur innan sama mánaðar varð í fjölda ferðamanna sem komu til landsins í maímánuði. Komu 111.000 ferðamenn í maí og er 36 þúsund færri en sama mánuð í fyrra. Samdrátturinn var því 24% og er sá mesti frá því að talningar hófust, að því er segir á vef Hagstofu Íslands.

Næstmesti samdrátturinn var í apríl þegar ferðamönnum fækkaði um 19% milli ára, eða um 25 þúsund ferðamenn. Sama mánuð var einnig merkjanleg fækkun í fjölda gistinátta og var heildarfækkun þeirra 5%.

Þá hefur launþegum í ferðaþjónustu fækkað nokkuð, úr 27.300 í 25.900 eða um 5% þegar mars 2019 er borinn saman við mars 2018. Mesta fækkunin var innan farþegaflutninga með flugi, en þar fækkaði launþegum um 18%.

Gistirýmum fjölgar en gestum fækkar

Fram kemur í skammtímahagvísi Hagstofunnar fyrir ferðaþjónustu að 5% færri gistinætur voru í apríl 2019 miðað við sama mánuð 2018. Þá hafi framboð hótelherbergja aukist um 6%, en nýtingarhlutfallið farið úr 54% í 49%.

Farþegum um Keflavíkurflugvöll fækkaði einnig í maí. Voru þeir 228.076 í maí í fyrra en 183.278 sama mánuð þessa árs sem gerir um 20% fækkun. Meðal farþega með erlent ríkisfang varð 24% fækkun, en 9% fækkun farþega með íslenskt ríkisfang.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK