Íslandsbanki lækkar vexti

Vextir bankanna hafa lækkað að undanförnu samfara lækkun stýrivaxta.
Vextir bankanna hafa lækkað að undanförnu samfara lækkun stýrivaxta. mbl.is/Ófeigur

Íslandsbanki hefur lækkað vexti í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans, sem tilkynnt var um í morgun.

Útlánsvextir lækka á óverðtryggðum húsnæðislánum um 0,25 prósentustig og sömuleiðis á Ergo-bílalánum og bílasamningum. Er það jafnmikil lækkun og sem nemur stýrivaxtarlækuninni, en meginvextir Seðlabanka voru lækkaðir úr 4% í 3,75%.

Breytilegir innlánsvextir bankans lækka líka um 0,10 til 0,25 prósentustig, og kjörvextir útlána um 0,10 prósentustig. Engar breytingar verða hins vegar gerðar á vöxtum verðtryggðra húsnæðislána.

Þetta er í annað sinn í mánuðinum sem vextir eru lækkaðir hjá bankanum, en síðast var það gert í upphafi mánaðar í kjölfar 0,5 prósentustiga lækkunar stýrivaxta í lok maí. Lækkuðu þá breytilegir vextir verðtryggðra húsnæðislána um 0,10 prósentustig.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK