Greiðslukort Apple sagt mismuna kynjum

Tæknifrömuðurinn David Heinemeier Hansson hefur bent á að ef rétt …
Tæknifrömuðurinn David Heinemeier Hansson hefur bent á að ef rétt sé þá sýni málið fram á það að það sé ekki einungis fólk sem geti mismunað öðrum á grundvelli kyns, tæknin geti einnig gert það. AFP

Fjármálaeftirlit New York ríkis hefur hafið rannsókn á ásökunum á hendur tæknirisanum Apple sem lúta að því að greiðslukort fyrirtækisins bjóði konum og körlum ólík reikningsviðskipti. Dæmi eru um að karlmenn fái tuttugu sinnum hærri lánamörk með kortinu en konur. 

Rannsóknin var opnuð í kjölfar kvartana, meðal annars frá Steve Wozniak, stofnanda Apple, um að reikniforskrift sem notuð er til að setja takmörk á inneign kortsins gæti í eðli sínu verið fordómafull gagnvart konum. 

Fjármálaeftirlit New York hefur haft samband við fjárfestingabankann Goldman Sachs, sem sér um Apple-kortið, vegna málsins. Eftirlitið hefur gefið út að mismunun, hvort sem hún sé framin af ásetningi eða ekki, brjóti í bága við lög New York ríkis. 

Kortið umdeilda.
Kortið umdeilda. Ljósmynd/Apple

Kona með betra lánstraust fær 20x minna

Bloomberg fréttastofan greindi frá því á laugardag að tækniframleiðandinn David Heinemeier Hansson hefði kvartað yfir því að Apple-kortið hafi gefið honum 20 sinnum hærri lánamörk en eiginkonu hans. 

Í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter sagði Heinemeier að mismununin væri gerð þrátt fyrir að eiginkona hans hefði betra lánstraust en hann. 

Wozniak, sem stofnaði Apple ásamt Steve Jobs, setti seinna inn sambærilega færslu á Twitter. Þar sagði hann að það sama hefði gerst við hann og eiginkonu hans þrátt fyrir að þau ættu einungis sameiginlega bankareikninga og eignir. 

Bankar og aðrir lánveitendur grípa til tækninnar í auknum mæli þegar kemur að því að meta lánshæfi fólks. Tæknifrömuðurinn David Heinemeier Hansson hefur bent á að ef rétt sé þá sýni málið fram á það að það sé ekki einungis fólk sem geti mismunað öðrum á grundvelli kyns, tæknin geti einnig gert það.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK