Verðbólgan mælist 0,1%

AFP

Verðbólga á evru-svæðinu mældist 0,1% í maí og hafði lækkað úr 0,3% mánuðinn á undan. Verðbólga jókst aftur á móti á Íslandi í maí og mælist 2,7%. 

Samdráttur mælist alls staðar á evru-svæðinu vegna aðgerða sem farið var í vegna kórónuveirufaraldursins. 

Verðlækkanir koma á sama tíma og mesta samdráttarskeið er að hefjast í sögu Evrópusambandsins vegna lokana út af COVID-19. Til að mynda lækkaði orkuverð um 12% í mælingu Eurostat í maí. 

Verðbólgutölurnar verða væntanlega lykilþáttur í fyrirhuguðum efnahagsaðgerðum sem ræddar verða á fundi Evrópska seðlabankans í næstu viku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK