Helmingur ferðamanna í maí frá Bandaríkjunum

Ferðamenn greiða bílastæðagjald á gosstöðvunum í Geldingadölum.
Ferðamenn greiða bílastæðagjald á gosstöðvunum í Geldingadölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjöldi brottfara bandarískra ferðamanna frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar nam 7.490 í maí. Heildarbrottfarir erlendra ferðamanna voru tæplega 14.400 í mánuðinum. 

Helmingur þeirra ferðamanna sem hingað komu í maí var þannig bandarískur, en samkvæmt Hagsjá Landsbankans bendir það til þess að bandarískir ferðamenn verði áberandi hér á landi á næstu mánuðum. 

Sundurgreining talna um erlenda ferðamenn eftir þjóðerni nær aftur til ársins 2002. Hlutfall Bandaríkjamanna af heildarfjölda ferðamanna var 52% í maí þessa árs, en engin þjóð hefur mælst með jafn hátt hlutfall áður. Fyrra metið var frá júní 2018 en þá voru það einnig Bandaríkjamenn sem í hlut áttu og voru 39,7% allra erlendra ferðamanna. 

Frá árinu 2015 hafa Bandaríkjamenn nær alltaf verið fjölmennastir ferðamanna hér á landi og hefur hlutfall þeirra legið á bilinu 19-30%. Undantekning á þessu er síðasta ár, en þá voru Bretar fjölmennastir. Fram kemur í Hagsjánni að lítið sé þó að marka síðasta ár sökum áhrifa heimsfaraldurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK