Erlend kortavelta tvöfaldaðist

Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis var 95% hærri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra. Kortavelta erlendra ferðamanna var 6,5% af heildarkortaveltu í maí síðastliðnum en í apríl var það hlutfall 4%. Sama hlutfall var 22,3% í maí 2019 sem er einmitt síðasti venjulegi maímánuður fyrir kórónuveirufaraldur.

Erlendir ferðamenn frá Bandaríkjunum eru ábyrgir fyrir 67,2% af allri erlendri kortaveltu hérlendis í maí síðastliðnum. Þjóðverjar og Bretar koma næstir með 7% og 6,5%, að því er segir í tilkynningu.

Kortavelta Íslendinga hérlendis var 10% hærri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra. Íslendingar kaupa nú gistiþjónustu í auknum mæli, líkt og á sama tíma í fyrra, sem bendir til að Íslendingar stefni aftur á ferðalög innanlands í ár.

Ferðamenn velta vöngum yfir því hvernig greiða eigi bílastæðagjald.
Ferðamenn velta vöngum yfir því hvernig greiða eigi bílastæðagjald. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aukningin er að mestu í netverslun sem bendir til þess að verið sé að kaupa ferðir fram í tímann. Innlend kortavelta gististaða jókst um 70% á milli ára og nam rúmum 1.010 milljónum króna í maí samanborið við tæpar 600 milljónir króna í maí 2020. Líklega spila verðhækkanir þarna inn í að töluverðu leyti þar sem mikið var um tilboð til heimamanna í fyrra sem ekki verða endurtekin í ár.

Innlend kortavelta í þjónustu ferðaskrifstofa og söluaðila með skipulagðar ferðir jókst um 48% á milli mánaða og rúmlega þrefaldaðist á milli ára. Hér er aukningin einnig að mestu í netverslun sem bendir til þess að verið sé að kaupa ferðir fram í tímann.

Menningar-, afþreyingar- og tómstundastarfsemi er einnig að lifna við en 58% aukning er á innlendri kortaveltu í þeim lið á milli mánaða. Velta á veitingastöðum fer vaxandi en hún eykst um 36% á milli mánaða og um tæp 80% á milli ára ef horft er á aprílveltu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK