Sjá fram á minna atvinnuleysi

Atvinnuleysi hefur dregist verulega saman. Það er þó aðeins meira …
Atvinnuleysi hefur dregist verulega saman. Það er þó aðeins meira en fyrir faraldur. mbl.is/​Hari

Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi muni verða minna í aprílmánuði en í marsmánuði eða í kringum 4,5%. Skráð atvinnuleysi í mars var 4,9%.

Í Hagsjá Landsbankans kemur fram að síðustu mánuði hafi atvinnuleysi verið svipað og í upphafi ársins 2020, áður en faraldurinn skall á. Það náði svo hámarki í janúarmánuði árið 2021 þegar það var 11,6%.

Áfram er atvinnuleysið mest á Suðurnesjum en það hefur þó haldist undir 10% þar í átta mánuði. Hæst fór atvinnuleysið þar í 24,5% í mars í fyrra.

„Fjöldi nýrra auglýstra starfa hjá Vinnumálastofnun jókst nokkuð í mars eftir að hafa verið nokkuð stöðugur síðustu mánuði, á bilinu 4-500. Staðan í mars er því álíka og í september í fyrra þegar átaki í atvinnumálum var að ljúka, en töluvert meira en var í upphafi ársins 2021,“ segir í Hagsjá Landsbankans.

Ráðningarsambönd á grundvelli styrkja haldið nokkuð vel

Þar kemur þó fram að stór hluti umræddra starfa flokkist undir átaks- og reynsluverkefni.

„Atvinnuleysi hefur nú verið svipað í sex mánuði og lítið eitt meira en var í upphafi ársins 2020, áður en faraldurinn skall á. Góður árangur í baráttunni við atvinnuleysið hefur ekki hvað síst náðst með mikilli notkun ráðningarstyrkja. Ráðningarsambönd á grundvelli þessara styrkja hafa haldið nokkuð vel eins og reynsla fyrri ára hefur sýnt,“ segir í Hagsjánni.

„Baráttan gegn atvinnuleysinu hefur því gengið vel hér eins og víða á Vesturlöndum. Reynslan segir að uppgangur atvinnulífs sem orsakast af kreppum vegna stríðsátaka, náttúruhamfara og faraldra er jafnan mun hraðari en t.d. í fjármálakreppum. Seinni heimstyrjöldin er dæmi um þetta, en í eftir hana var uppgangurinn tiltölulega hraður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK