Eigendur Sky Lagoon fá lóðir WOW air

Nýi baðstaðurinn á Kársnesi var opnaður fyrr á árinu.
Nýi baðstaðurinn á Kársnesi var opnaður fyrr á árinu. mbl.is/Árni Sæberg

Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að lóðunum Vesturvör 38a og 38b verði úthlutað til Nature Experiences ehf. en þar áttu höfuðstöðvar WOW Air að rísa.

Leyfið er veitt með þeim skilyrðum að skipulagi verði breytt og svæðið þróað í samræmi við nýtt aðalskipulag. Málinu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. 

Forsvarsmenn félagsins eru þeir sömu og hafa staðið að uppbyggingu á öðrum lóðum á Vesturvör í nafni Nature Resort ehf. þar sem baðlónið Sky Lagoon hefur verið opnað.

Hverfi í gömlum íslenskum stíl

Fram kemur í bréfi Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogs, til bæjarráðs að hugmyndir félagsins snúi að uppbyggingu á hverfi í gömlum íslenskum stíl, svokölluðum „Old Town“. Þar eigi að bjóða upp á ýmiss konar afþreyingu, söfn, gistingu og „matarupplifanir“.

Vegna þess að ekkert varð af byggingaráformum WOW Air á svæðinu er í aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040, sem er nú til meðferðar hjá bæjaryfirvöldum, farið frá því að skilgreina svæðið sem athafnasvæði og í það að skilgreina það sem sem svæði fyrir verslun og þjónustu á skilgreindu þróunarsvæði.

Í bréfinu segist Ármann hafa fundað með forsvarsmönnum Nature Experiences og er það mat hans að hérna sé á ferðinni tækifæri til að efla upphaflegar hugmyndir þar sem gert var ráð fyrir útivistarhöfn með fjölbreyttri þjónustu og menningarstarfsemi. Mælir hann með því að lóðunum verði úthlutað til félagsins.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á fundi bæjarráðs í morgun voru mótmæli Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur áheyrnarfulltrúa vegna úthlutunarinnar bókuð. ,,Undirrituð er mótfallin tillögu bæjarstjóra og telur það vinna gegn almannahagsmunum og jafnræði að lóð á okkar verðmætasta landsvæði sé úthlutað án auglýsingar“.

Í bókun meirihlutans kemur fram að staðið hafi verið að úthlutun lóðarinnar eins og þegar WOW air var úthlutað lóðinni á sínum tíma og samþykkt var í bæjarstjórn. Einnig kemur fram að úthlutunin sé í samræmi við reglur um úthlutun atvinnuhúsnæðis.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK