Lóð WOW í Kársnesi ekki hluti af þrotabúinu

WOW air áformaði að reisa höfuðstöðvar á land­fyll­ingu við Vest­ur­vör …
WOW air áformaði að reisa höfuðstöðvar á land­fyll­ingu við Vest­ur­vör í Kárs­nesi. Þessi hugmynd varð í þriðja sæti í lokaðri hugmyndasamkeppni flugfélagsins. Tölvuteikning/Yrki arkitektar

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir bæjaryfirvöld enn bíða svara frá WOW air varðandi lóð félagsins í Kársnesi. Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri þrotabús WOW air, segir í samtali við mbl.is að WOW air sé ekki eigandi eða rétthafi að lóðinni á Kársnesi. Engar veðheimildir eru því til staðar og lóðin er gjaldþrotinu óviðkomandi. Bygg­ing­ar­lóðin er í eigu fé­lags­ins TF-Kóp en það er í eigu Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra WOW air. 

Bæj­ar­lögmaður Kópa­vogs ritaði fé­lag­inu bréf í nóvember og spurði um gang verk­efn­is­ins. Ármann segir í samtali við mbl.is að enn hafi engin svör borist. „Það er augljóst að það þarf að taka upp þetta samkomulag,“ segir Ármann, en hann á von á erindi frá Skúla þar sem hann skýrir frá stöðunni. „Við höfum ekki verið að herja á hann í augnablikinu en auðvitað þurfum við að leita frekari upplýsinga varðandi framvindu málsins.“

WOW air áformaði að reisa höfuðstöðvar á land­fyll­ingu við Vest­ur­vör í Kárs­nesi. Lóðin snýr að Naut­hóls­vík en þaðan er áformað að leggja brú yfir á Kárs­nesið.

Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri þrotabús WOW air, segir WOW air …
Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri þrotabús WOW air, segir WOW air ekki vera eiganda eða rétthafa að lóðinni á Kársnesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK