Mánuði á eftir hefðbundnu ári

Golfíþróttin nýtur vaxandi vinsælda hér á landi. Golfferðir til útlanda …
Golfíþróttin nýtur vaxandi vinsælda hér á landi. Golfferðir til útlanda eru einnig algengar. Árni Sæberg

Vegna veðurs hefur íslenska golfsumarið farið rólega af stað á suðvesturhorni landsins. 

Gestur Már Sigurðsson, eigandi Golfbúðarinnar í Hafnarfirði, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að salan fari hægar af stað en venjulega. „Við erum góðum mánuði á eftir hefðbundnu ári,“ segir Gestur.

Hann segir að salan í maí hafi vegna þessa einkum samanstaðið af regnfötum og hlýjum peysum, sem skýrist eðli málsins samkvæmt af veðurfarinu. Aðspurður segir hann ótrúlegt hvað golfarar sem koma í búðina hjá honum séu þrátt fyrir allt bjartsýnir og jákvæðir. „Salan hjá okkur tók við sér þegar farið var að opna vellina undir lok maí.“

Með ólíkindum

Hans Henttinen, framkvæmdastjóri og annar eigandi Golfskálans, segir að það sé með ólíkindum hvað það sé búið að vera mikið að gera hjá þeim miðað við hversu seint sumarið hafi verið á ferðinni.

„Salan í ár á golfbúnaði er töluvert meiri en á sama tímabili í fyrra þannig að það virðist vera endalaus vöxtur í golfinu,“ segir Hans og bendir á að það sé einnig athyglisvert í ljósi þess að golfvellirnir séu nú opnaðir seinna og í verra ástandi en áður.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK